Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda fimmtudaginn 12. ágúst.

Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði rofið 25. september 2021 og að almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag föstudaginn 13. ágúst hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum á hefðbundnum opnunartíma sýsluskrifstofu en lengdur opnunartími vegna atkvæðagreiðslunnar verður auglýstur síðar.

Nýjustu fréttir

Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.