Framboðsfrestur vegna prófkjörs hjá Bæjarmálafélaginu fyrir Heimaey rann út
laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn.
Tíu formleg framboð bárust í sæti á listanum. Samkvæmt samþykktum um prófkjörið átti að kjósa um fjögur efstu sætin og lágmarksþátttaka var að 6 einstaklingar biðu sig fram í þau sæti. Það bárust 4 framboð í fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður því ekki haldið, sem er miður. Ánægjulegt er þó að finna mikinn áhuga fólks á að taka sæti á listanum þó færri sækist eftir efstu sætum.
Kjörnefnd mun halda starfi sínu áfram með breyttum áherslum og undirbúa framboðslista sem lagður verður fyrir almennan félagsfund. Þar gefst öllum félögum í bæjarmálafélaginu kostur á að kjósa um þann lista sem boðinn verður fram í vor.
Kjörnefnd hvetur áhugasama að hafa samband í gegnum netfangið fyrirheimey@gmail.com hvort sem er til að taka sæti á lista eða til að starfa með félaginu.
Kjörnefnd Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst