Jarðgöng til Vestmannaeyja – hvers vegna ekki!
9. maí, 2022

Á dögunum sótti ég frændur okkar Færeyinga heim vegna vinnu. Þar gafst mér tækifæri til þess að kynna mér mörg þeirra stórhuga verkefni sem ráðist hefur verið í undanfarin ár. Magnað var t.d. að sjá hvernig Þórshöfn er að stórum hluta keyrð á vistvænni raforku sem aflað er með vindmillum fyrir ofan bæinn. Það sama á við um fjölda annarra bæja um allar eyjar þar sem vindmyllur standa fyrir ofan og sjá samfélögunum fyrir orku.

Það allra skemmtilegasta var þó ferð sem ég fór með ungum Vestmannaeyingi, Birni Sigþóri Skúlasyni sem vinnur sem tæknifræðingur fyrir Norska fyrirtækið NCC sem vinnur að gerð jarðgangna milli Straumeyjar og Sandeyjar. Göngin verða tæpir 11 km að lengd og leysa ferjusiglingu af hólmi. Áætlað er að á milli 300-400 bílar aki í gegnum göngin á degi hverjum en í Sandey búa um 1200 manns.

Þar sem við keyrðum um göngin rann upp fyrir mér; hvers vegna erum við ekki byrjuð að grafa jarðgöng á milli lands og Vestmannaeyja?

„Láttu engan segja þér að þetta sé ekki hægt“
Lengi hefur verið talað fyrir því að ljúka rannsóknum á jarðlögum milli lands og Eyja. Í raun má segja að umræðan um það að göng séu ekki möguleg hafi komið í veg fyrir að þær rannsóknar verði kláraðar og þar við situr. Það er afskaplega mikilvægt að við komumst upp úr þessari hugsun.

Í samtali mínu við Bjössa kom fram að þeir líti svo á að ekkert sé ómögulegt – takk fyrir það! Hægt sé að gera göng í gegnum sand ef það er það sem þarf.

Einhverjir kunna að setja það fyrir sig að jarðgöng séu svo dýr framkvæmd og þess vegna verði aldrei fýsilegt að fara af stað. Við skulum þó ekki gleyma því að nýr Herjólfur kostar 4-5 milljarða. Dýpkun í Landeyjahöfn kostar sitt, lagning nýs ljósleiðara, vatnsleiðslu og rafmagnsleiðslu er töluvert dýrari á hafsbotni heldur en í göngum. Hvalfjarðargöngin sýndu það svo ekki verður um villst að slík fjárfesting borgar sig upp – það eina sem þarf að reikna út er á hvað mörgum árum fáum við fjárfestinguna til baka.

Förum að hugsa stórt
Það er alltaf auðveldast að afskrifa stórar hugmyndir með því að segja að þær séu óframkvæmanlegar. Að verkefnið sé svo stórt og flókið að þannig sé engin leið til að koma því í framkvæmd. Við eigum ekki að hugsa þannig.

Færeyingar hugsa ekki þannig. Frændur okkar vilja tryggja öflug samfélög í eyjunum og þá er nauðsynlegt að tryggja öflugar samgöngur milli samfélaga.

Við þurfum að hugsa stórt eins og Færeyingar. Við eigum að hætta að tala með þeim hætti að jarðgöng séu ekki möguleg – við eigum að klára rannsóknir á jarðlögum á milli lands og Eyja og hefja baráttuna um vegtengingu.

Förum að hugsa stórt – berjumst fyrir stóra hagsmunamálinu okkar!

Njáll Ragnarsson
Oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst