Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur.
Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. Fyrstu leikirnir byrja á morgun föstudag og stendur mótið fram á sunnudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum á heimasíðu mótsins, https://breidablik.is/knattspyrna/simamot/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst