Geta gengið stoltar frá EM

Stelpurnar okkar á EM gerðu 1-1 jafntefli við geysisterkt lið Frakka í dag. Niðurstaðan hefði dugað þeim ef Ítalía og Belgía hefðu gert jafntefli í sínum leik, en Belgía sigraði þann leik með einu marki gegn engu.

Þær frönsku komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var æsispennandi nánast allan leiktímann. Skæðustu færi Íslands átti Berglind Björg í tvígang, en inn rataði boltinn þó ekki.

Frakkar skoruðu tvö mörk sem voru dæmd af eftir að dómarar skoðuðu sjónvarpsupptökur. Í fyrra skiptið reyndist markaskorarinn rangstæður og í seinna skiptið var hendi dæmd á leikmanninn sem skoraði.

Á lokamínútu leiksins var Íslandi dæmt víti, einnig eftir að dómarar skoðuðu sjónvarpsupptöku. Dagný Brynjarsdóttir skoraði af miklu öryggi og jafnaði leikinn. Leikurinn var flautaður af strax að víti loknu. Í 105 mínútna leik var því skorað á fyrstu og síðustu mínútu.

Íslensku stelpurnar okkar geta gengið stoltar af þessu móti. Þær sýndi mikinn karakter og stóðu sig vel í þessum leik þrátt fyrir hræðilega byrjun.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, hjá Fótbolti.net. Frá æfingu liðsins í gær, 17. júlí.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.