Karlalið íBV í fótbolta vann Leikni R. í skemmtilegum leik í Breiðholtinu í dag, um var að ræða fallbaráttuleik í Bestu deildinni þar sem liðin sátu í 10. og 11. sæti fyrir leik.
Síðasti leikur þessara liða fór fram í Eyjum í 3. umferð þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en bæði mörkin voru skoruð af liðsmönnum ÍBV, þar sem annað markið reyndist vera sjálfsmark.
Það var annað uppi á teningnum í dag, ÍBV liðið virðist komið á góða siglingu og þetta er flott frammistaða og góð eftirfylgni eftir síðasta sigurleik, sem var einmitt fyrsti sigurleikur ÍBV á leiktíðinni.
Leikurinn í dag fór 4- 1 fyrir okkar mönnum. Mörk ÍBV skoruðu:
Alex Freyr Hilmarsson (29. mín.),
Atli Hrafn Andrason (45. mín.),
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (53. mín.) og
Eiður Aron Sigurbjörnsson (65. mín – víti).
Mark Leiknis skoraði Birgir Baldvinsson (46. mín.).
Verðskuldaður sigur hjá okkar mönnum!
Næsti leikur ÍBV er gegn Keflavík, laugardaginn 30. júlí kl. 14:00 og fer hann fram á Hásteinsvelli.
Allar myndir eru frá Hafliða Breiðfjörð hjá Fótbolti.net
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst