Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni.
ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í því tíunda með ellefu stig næsta sunnudag á Hásteinsvelli. Í dag töpuðu FH-ingar fyrir KA en þar eru Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson, Eyjamaður við stjórnvölinn. Það munu því mætast stálin stinn á sunnudaginn enda allt undir fyrir bæði lið.
Myndina tók Sigfús Gunnar þegar ÍBV fékk Keflavík í heimsókn í síðustu umferð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst