ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik dagsins og fór með sigur af hólmi, 3-1. ÍBV lenti undir á 23. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og leiksins.
En Eyjamenn náðu yfirhöndinni aftur með tvennu frá Andra Rúnari Bjarnasyni með stuttu millibili; á 39. og 41. mínútu leiksins, Og leiddu því okkar menn leikinn í hálfleik.
Síðasta mark leiksins kom svo frá Arnari Breka Gunnarssyni á 56. mínútu og þar með var 3-1 sigur ÍBV nánast gulltryggður.
Aðrir leikir í Bestu deild karla í dag:
Keflavík – ÍA
KR – FH
KA – Víkingur R
Tölfræði og mynd frá fótbolta.net.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst