17. tölublað Eyjafrétta þetta árið er nú aðgengilegt á vef Eyjafrétta, en blaðið verður borið út á morgun til áskrifenda.
Blaðið er það allra stærsta og glæsilegasta á þessu ári og geymir veigamikla umfjöllun um sjávarútveginn, en blaðið er tileinkað fyrirtækjum í greininni og aðilum sem þjónusta iðnaðinn og fólkinu sem sinnir störfunum.
Á síðum blaðsins má finna viðtöl á léttu nótunum við sjómenn sem og fólk sem vinnur við fiskvinnslu í landi. Sumar af sögunum tengjast óvæntum ástarfundum í Vestmannaeyjum á vertíð, sem eflaust margir tengja við.
Þá eru viðtöl við Eyjafólk sem hefur náð langt í starfi og sinnir mikilvægum störfum erlendis sem hafa áhrif á afkomu allra í greininni hérna heima.
Síðast en ekki síst má finna viðtöl við bæjarstjórann okkar og sjávarútvegsráðherra í blaðinu.
Forsíðumyndina á Tói Vídó.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.