Kynningarfundur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Klukkan 17.00 í dag verður kynningarfundur í Akóges sem Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) efnir til í samstarfi við Vestmannaeyjabæ, Á fundinum verða kynnt  uppbyggingaráform ILFS á landeldi á laxi (matfiskaeldi) í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Eru allir velkomnir.

Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögn um framkvæmdir. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. nóvember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, tillaga að deiliskipulagi og umhverfismat áætlana.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti þann 27. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður svæði í Viðlagafjöru skilgreint sem iðnaðarsvæði (I3) sem fellur að mestu innnan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

 

Tölvumynd sem sýnir hvernig stöðin í Viðlagavík gæti litið út en hönnun er ekki lokið.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.