Gera samning um markvissari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi

Matvælaráðuneytið og Intellecta hafa gert með sér samning um markvissari og skilvirkari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi. Þetta var kynnt á fjórða fundi samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem haldinn var 16. nóvember sl. Nefndin hefur yfirsýn yfir starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar.

Í kringum sjávarútveg og tengdar greinar verður til mikið magn af gögnum sem skila sér ekki alltaf á sömu staði og nýtast því ekki sem skyldi. Um er að ræða gögn frá rekstraraðilum, stjórnsýslunni og rannsóknargögn sem má nýta betur en nú er gert. Með aukinni þróun í gervigreind við gagnaúrvinnslu hafa orðið til nýir möguleikar til gagnaöflunar og upplýsingagjafar sem draga úr kostnaði og tryggja meiri áreiðanleika. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast í vinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar, Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.

Næsti fundur samráðsnefndar mun fara fram 17. janúar nk. og verða þá kynntar bráðabirgðaniðurstöður starfshópanna fjögurra.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.