Fótbolti - Breki áfram hjá ÍBV
20. janúar, 2023

Knattspyrnumaðurinn og Eyjamaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Breki er 24 ára sóknarmaður sem hefur leikið með ÍBV upp alla flokkana en einnig spilað átta leiki og skorað sex mörk með KFS.

Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki átti stóran þátt í því er ÍBV vann sér sæti í Bestu deildinni árið 2021 með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Þar skoraði hann fjögur mörk sem öll komu í sigurleikjum frá lok júlí fram í byrjun september.

Fyrsti leikur Breka með ÍBV kom í maí 2017 er Breki skoraði tvívegis gegn KH í Borgunarbikarnum en það árið varð ÍBV bikarmeistari. Fyrsti deildarleikur Breka með ÍBV kom í júlí 2018 og fyrsta deildarmarkið í 3:2 sigri á ÍA ári seinna.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir liðið og hlökkum við til samstarfsins!

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.