„Á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll“
Tilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu
13. mars, 2025
IMG 7308 2
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra (t.h.) ásamt Maríu Heimisdóttur landlækni. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu hjá embætti landlæknis í gær þegar kynntar voru nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út árið 1986 en hafa síðan þá verið endurskoðaðar fjórum sinnum. Í nýju ráðleggingunum er aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur, minna ráðlagt af rauðu kjöti en áður og sérstaklega varað við neyslu á unnum kjötvörum. Fjallað er um neyslu orkudrykkja í leiðbeininingunum sem er nýmæli og eru skilaboð embættisins skýr þess efnis að orkudrykkir séu ekki ætlaðir börnum og ungmennum yngri en 18 ára.

Mikil áhrif mataræðis á heilsu

Alma ræddi um tengsl mataræðis og lýðheilsu og hvað mataræði hafi mikil áhrif á heilsu fólks. Því væru opinberar og aðgengilegar ráðleggingar um mataræði sem byggja á gagnreyndum upplýsingum afar mikilvægar. Með ráðleggingunum værum við á einfaldan og skýran hátt minnt á að það skiptir máli hvað við borðum: „Ekki bara fyrir líkamlega og andlega  heilsu okkar, heldur líka fyrir orku, líðan, einbeitingu – já, og jafnvel gleðina í daglegu lífi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem hollur og góður matur er sjálfsagður hluti dagsins og hann á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll – ekki bara sum.“ Hún sagðist jafnframt vonast til að sá tími renni upp að holl matvara eins og ávexti og grænmeti verði ódýrari en það sem óhollt er.

Hún talaði líka um samverustundir fjölskyldu og vina yfir hollri máltíð og minnti á að góð fordæmi í þessum efnum móti börnin mest. „Þau gera ekki eins og við segjum, heldur það sem við gerum. Ef þau fá  hollan og fjölbreyttan mat í leikskólanum, skólanum, íþróttahúsinu og heima þá verður það hluti af vana þeirra. Og við vitum að lengi býr að fyrstu gerð“.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst