Á þriðja þúsund manns í Eldheima
27. maí, 2014
Ágætu Eyjamenn
Um leið og við óskum ykkur til hamingju með hið nýja safn, Eldheima, viljum við þakka einstakar viðtökur á fyrstu dögum opnunar. Fyrstu tvo dagana komu á þriðja þúsund gesta á safnið. Slíkur er áhugi heimamanna og gesta á þessu einstaka safni. Viðtökurnar hafa verið langt umfram væntingar og ljóst að bæjarbúar hafa mikinn áhuga á að kynna sér safnið og upplifa þá mögnuðu sögu sem þar er sögð. �?essi mikla ásókn hefur merkt að í einstaka skipti hefur fólk orðið frá að hverfa eða ekki getað farið í gegnum safnið með hljóðleiðsögn. Með það í huga hefur nú verið ákveðið að láta boðsmiða sem bornir voru inn á öll heimili gilda fram yfir sjómannadag og eru sjómenn og fjölskyldur þeirra boðnir sérstaklega velkomnir.
Í einhverjum tilvika virðist einnig sem boðsmiðar hafi ekki verið borist. �?eir sem fyrir því urðu geta leitað eftir boðsmiða í þjónustuveri Ráðhússins.
Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar
Elliði Vignisson
bæjarstjóri
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst