Tveir bandarískir karlmenn, bræðurnir Ralph og Robert Brown komu við í Eyjum í morgun á leið sinni yfir Atlantshafið. Ferðin hófst við vesturströnd Flórídaskagans en bræðurnir hyggjast enda ferðina í Frankfurt í Þýskalandi. Fararskjótinn er harla óvenjulegur en bræðurnir sigla á fljótabáti með utanborðsmótor og enga yfirbyggingu.