Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni verði samtals 200 þúsund tonn og af því fá Íslendingar tæp 140.000 tonn. Þar af er Vinnslustöðin með um 14 þúsund tonn og Ísfélag með 28 þúsund tonn en til samanburðar var heildarúthlutun fyrir íslensk skip 110.000 tonn í fyrra. Uppsjávarskipin eru nú á gulldeplu en slæmt veður hefur truflað veiðarnar.