Áætlað að auka rafmagnsflutning í ársbyrjun 2016
19. júní, 2014
Sæstrengurinn sem lagður var í fyrra er gerður fyrir 66 kV en var til að byrja með tengdur á 33 kV spennu, þannig að hægt er að auka flutninginn, án þess að leggja þurfi nýjan streng. Samkvæmt upplýsingum Ívars Atlasonar, forstöðumanns tæknideildar HS Veitna í Vestmannaeyjum, liggja nú fyrir drög að samningi um að auka rafmagnsflutning til Vestmannaeyja í ársbyrjun 2016. Til að byrja með er það fyrst og fremst til að fiskimjölsverksmiðjurnar í Eyjum geti skipt úr olíu yfir á rafmagnskatla en það hefur í för með sér umtalsverðan rekstrarsparnað, auk þess sem það er umhverfislega mun betra að nota endurnýjanlega orku. Drög að samningum þar um munu liggja fyrir og er vinna þegar hafin við hönnun nýrrar aðveitustöðvar HS Veitna í Eyjum, með nýjum rofum og spennum. Hún verður reist á næsta ári og jafnframt mun Landsnet þurfa að fara í vissar framkvæmdir uppi á landi. �?á eru bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið í Eyjum að gera sig klár fyrir þennan áfanga. Einn rafsuðuketill mun þegar vera í notkun hjá Vinnslustöðinni og þar er búið að koma öðrum katli fyrir. Hjá Ísfélaginu mun undirbúningur einnig hafinn, með það að markmiði að þara verði allt tilbúið til að skipta yfir á rafmagn í ársbyrjun 2016.
Heimildamynd um lagningu Sæstrengsins, Lífæðin til Eyja í fyrra verður sýnt á R�?V í kvöld klukkan 21:25. Á vef R�?V segir þetta um myndina:
Fróðleg heimildamynd um lagningu sæstrengs frá landi til Vestmannaeyja sumarið 2013. Grannt er fylgst með gangi mála, baráttunni við náttúruöflin og rætt við heimamenn um mikilvægi þess að tryggja orkuöryggi svæðisins. Dagskrárgerð: Anna Dís �?lafsdóttir. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst