Enski framherjinn Aaron Spear hefur áhuga á að leika aftur með ÍBV næsta sumar en hins vegar er óvíst hvort hann muni semja við félagið. Þetta kemur fram á Fótbolta.net. Spear kom til liðs við ÍBV á miðju sumri en þessi öflugi sóknarmaður er 18 ára gamall og skoraði fimm mörk í ellefu leikjum fyrir ÍBV.