„Þá er komið að því að loka stórum kafla í lífi okkar og útskrifast úr framhaldsskóla. Ný og spennandi tækifæri fara að taka við og fleiri vegir opnast. Að hafa fengið að stunda nám við FÍV eru forréttindi. Við höfum fengið tækifæri á því að þroskast, gera mistök og læra frá þeim. Við höfum lært það að standa alltaf með okkur sjálfum og ekki vera hrædd við að segja okkar skoðanir og að það sé allt í lagi að fara út fyrir þægindarammann sem er svo mikilvægt fyrir okkar framtíð,“ sagði Oktawia Piwowarska sem flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.
„Kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skólans eiga risa hrós skilið frá okkur enda hafa alltaf staðið við okkar hlið, hafa gefið okkur marga sénsa, sýnt okkur mikla þolinmæði og skilning og auðvitað hjálpað okkur ótrúlega mikið í gegnum námið.
Ekki bara það heldur látið okkur líða vel, hugsað alltaf vel til okkar og alltaf tilbúin í að hjálpa okkur að finna lausn á vandamálum sama hversu erfið þau voru. Það eru ekki allir jafn heppnir að fá svona virkilega góða kennara sem gerðu skólagöngu okkar betri og skemmtilegri. Er það eitt af því sem við erum afar þakklát fyrir.
Við höfum einnig skapað allskonar minningar í þessum skóla eins og árshátíðarnar þar sem við fengum tækifæri að skemmta okkur með öllum, allskonar mót og skemmtanir sem voru haldin á kvöldin í skólanum eins og fótbolta og ping pong mót svo eitthvað sé nefnt. Sum okkar hafa farið í ferðir utan lands á vegum skólans og fengið skemmtilega upplifun þar og margt fleira sem verður ekki gleymt.
Við erum rosalega þakklát og stolt fyrir að hafa stundað nám við FÍV og munum horfa til baka með þakklæti, hlýju og söknuði. Við viljum þakka starfsfólki, skólastjórnendum og kennurum fyrir þessi æðisleg ár og liðnu tímana. Við erum spennt fyrir framtíðinni og komandi tækifærum, takk fyrir okkur FÍV,“ sagði Oktawia Piwowarska að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst