Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Íþróttamiðstöð lokar aðalinngangur frá og með 9. janúar. Áætlað er að hefja framkvæmdir nýbyggingar við norðurhlið íþróttasals í þessari viku, þarf því að loka aðalinngangi íþróttamiðstöðvar tímabundið. Allir gestir þurfa að notast við inngang austur hlið hússins (við gamla sal).
Verið er að vinna að bættri lýsingu bæði á bílaplani austan megin og við göngustíg umhverfis sundlaugargarðinn, segir í tilkynningu frá starfsfólki Íþróttamiðstöðvar sem birt er á vefsíðu bæjaryfirvalda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst