Margir furðuðu sig á því að Herjólfur skyldi ekki sigla í Landeyjahöfn í gær og í dag enda ölduhæð undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett hafa verið. �?að eru hins vegar fleiri þættir sem stýra því hvort hægt sé að sigla í Landeyjahöfn, m.a. dýpi sem ekki er nægjanlegt eins og staðan er í dag.
�?lafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að sigla eingöngu til �?orlákshafnar. �??Aðstæður stjórna því hvort og hvenær hægt er að sigla til hafnarinnar. Síðast var siglt til Landeyjahafnar 6. desember en fram að þeim tíma voru það annars vegar mikil ölduhæð og hins vegar dýpi sem voru takmarkandi. Síðustu dagana sem siglt var til Landeyjahafnar varð að sæta sjávarföllum þ.e. aðeins var hægt að sigla á flóði þar sem dýpi á rifinu utan við höfnina og í innsiglingunni var of lítið. Samkvæmt nýjustu mælingu sem gerð var er dýpið milli hafnargarðanna minnst 3,7m sem er of lítið fyrir Herjólf,�?? sagði �?lafur og bætti því við að nú gengi í garð erfiðasti tími ársins hvað varðar siglingar milli lands og Eyja, hvort heldur sem er �?orlákshöfn eða Landeyjahöfn. �??Á síðasta ári sigldi Herjóflur til Landeyjahafar frá 19. mars til 6. desember, með frátöfum, sem er lengsti tími pr. ár frá upphafi siglinga til Landeyjahafnar.�??