Söngkór Hraungerðisprestakalls, undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar, flytur nokkur tónlistaratriði og leiðir fjöldasöng í lokin. Hermundur Guðsteinsson syngur einsöng og Birgit Myschi og nemendur hennar, Ingunn Harpa Bjarkadóttir og Hanna Einarsdóttir, munu flytja vönduð tónlistaratriði. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra og þátttöku barna úr Flóaskóla til að syngja hefðbundin aðventulög. Sóknarpresturinn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, flytur ritningarlestur og stutta hugleiðingu um aðventuna. Í lok samverunnar verður fjöldasöngur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst