�?fðu í 200 metra hæð
18. september, 2015
3. flokkur ÍBV æfði við óvenjulegar aðstæður í gær en peyjarnir æfðu í yfir 200 metra hæð uppi á Molda í Vestmannaeyjum.
Eysteinn Hauksson, þjálfari 3. flokks, ákvað að brjóta upp æfingaformið í gær og prófa að taka reitabolta og spil á óvenjulegum stað.
�??�?etta var óvissuferð hjá þeim, þar sem keppnistímabili þeirra er nýlokið. �?eir féllu naumlega úr sterkum B riðli og þegar menn falla er ekkert annað að gera en að stefna strax UPP á við,” sagði Eysteinn léttur í bragði við Fótbolta.net í dag.
�??Hópurinn gekk fyrst frá Týsheimlinu og inn í Herjólfsdal, hver um sig með bolta í hönd, þar sem þeim var tilkynnt um að sá sem yrði fyrstur upp á eggjarnar fengi verðlaun.”
�??Brekkan tekur gríðarlega í læri og kálfa en útsýnið sem blasti við þegar upp var komið fékk menn til að gleyma öllu slíku. �?aðan var gengið upp á Molda, en þar má segja að sé útsýnispallur af náttúrunnar hendi.”
�??�?arna var smellt upp tveimur reitum og spilað í smá tíma áður en lagt var af stað á lokahóf yngri flokka, þar sem menn lentu beint í grillveislu.”
Hér að neðan má sjá fleiri myndir af æfingunni hjá strákunum.
Fleiri myndir má sjá með Fréttinni á Fótbolti.net.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst