Leiðindafærð er nú í Eyjum, svokölluð þæfingsfærð en í verstu hviðunum er ekkert skyggni og því rétt að fara varlega í umferðinni. Æfing fellur niður hjá yngstu iðkendunum í 8. flokki en æfingin átti að fara fram klukkan 17:30 í dag. Samkvæmt veðurspánni mun heldur bæta í vind þegar líða tekur á daginn og klukkan 18:00 er spáð 22 metrum á sekúndu.