Selfoss og KR gerðu 2-2 jafntefli á gervigrasvellinum á Selfossi í gærkvöldi.
Selfyssingar komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Sævar Þór Gíslason skoraði með fínum skalla en Gunnar Örn Jónsson og Guðmundur Pétursson breyttu stöðunni síðan í 2-1 fyrir KR.
Ingólfur Þórarinsson jafnaði hins vegar 2-2 fyrir Selfyssinga og það urðu lokatölurnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst