�?�?að var ekkert annað að gera en að drífa hrútana út en þegar við sigldum af stað sást ekki kind í Klettinum,�? sagði Sigurjón en hann fór út ásamt fjárbændunum Árna og Stjána Nínon, Gaui í Gíslholti var á Lubbunni og Sigurgeir ljósmyndari var með í för.
�?Við settum hrútana í fjöruna og þeim var ekki til setunnar boðið og við sáum þá vaða upp skriðuna. �?á létu kindurnar sjá sig og komu æðandi á móti þeim, þetta var svona eins og herflokkur í vígahug. �?að var norðanátt en þær hafa samt fundið hrútalyktina enda er óttalegur fnykur af þeim á þessum tíma.
Hrútarnir þurftu að fara austur fyrir girðingu úr skriðunni og þá sneru allar kindurnar við og tóku á rás þangað,�? sagði Sigurjón sem hefur mjög gaman af því að standa í kindastússi enda mikil tilbreyting frá sjómennskunni.
�?�?etta er mjög skemmtilegt og alveg bíó að fylgjast með þessu. �?að verður bara allt brjálað þegar hrútarnir koma út, náttúran segir svo sannarlega til sín,�? sagði Sigurjón og bætti því við að til þess væri leikurinn gerður.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst