Þrekmótið 5×5 Áskorunin fór fram í Íþróttamiðstöðinni á laugardaginn en mótið var það síðasta í EAS Þrekmótaröðinni og var haldið lokahóf í Höllinni að mótinu loknu. Eyjamenn létu ekki sitt eftir liggja, tefldu fram tveimur liðum auk þess sem Gyða Arnórsdóttir tók þátt í einstaklingskeppninni. Eyjafréttir voru á staðnum og með fréttinni fylgja myndbönd frá mótinu.