Af glaumi og góðu veganesti
29. apríl, 2007

Hvað þetta �?eitthvað�? er sem er bara til staðar í Eyjum skal ég ekki segja til um, en yrði líklegast ríkari ef ég kæmi því nógu skýrt í orð. �?ó veit ég að það er ekki síst einhver frumkraftur í fólkinu í Eyjum sem ég finn mjög sterkt fyrir. �?að er eins og fólkið í Eyjum átti sig betur á að með því að vinna saman takist nær hvað sem er.

Fólk hjálpast að, og ekki er mælt hver gerir hvað eða hversu mikið. �?að gera bara allir eins og þeir geta og við það situr. �?að er ævintýri líkast að stíga inn í heim þar sem allt virðist vera mögulegt, bara ef viljinn er fyrir hendi. �?etta viðhorf til hlutanna leysir vissulega fleiri vandamál en það býr til, og með það veganesti er gott að hverfa frá Eyjum.

Firringin og einstaklingshyggjan er nefnilega orðin svo mikil í dag að það þarf að láta minna sig á að við búum í samfélagi þar sem öllum á að geta liðið vel, og hjálp manna á milli oft það eina sem skilur milli þess að fólk sé partur af samfélagi eða afskipt.

Fundur Vinstri Grænna á Conero þann 18. apríl tókst með afbrigðum vel; góð mæting, líflegar umræður og gleði og glaumur. �?annig á það að vera, og á meðan fólk kemur saman til að ræða mikilvæg málefni framtíðar og komandi kosninga en gleymir ekki að halda í góða skapið, sýnist mér Vinstri – Græn vera á hárréttri leið. Mikið var þó spjallað um samgöngumál, og er það mín tilfinning að samgöngumálin séu eitt af stærri málunum fyrir Vestmannaeyjar þetta kosningavorið.

�?g vil þakka kærlega fyrir frábæran fund, og höfðinglegar móttökur hvar sem ég kom, og hef ég það sterklega á tilfinningunni að þegar við Vinstri – Græn verðum búin að koma lagi á samgöngumál milli Eyja og lands muni ég nota hvert tækifæri til að renna yfir til ykkar, því í Vestmanneyjum er einfaldlega svo gott að vera.

Kær kveðja,

Ragnheiður Eiríksdóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst