Í morgun var greint frá því að bæjarráð og stjórn Eyglóar hafi samþykkt að selja Eygló. Félagið hefur unnið að lagningu ljósleiðara inn í hvert hús í Eyjum og er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Einungis vantar samþykki bæjarstjórnar Vestmannaeyja, til þess að kaupin gangi í gegn.
Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa til hliðsjónar að ljósleiðarakerfi er gagnaveita, og oft er lítil samkeppni eða einokun í slíkum rekstri. Við Eyjamenn erum þessi misserin að berjast á öðrum vígstöðum gegn hækkunum á vatnsgjöldum. Þar virðast Vestmannaeyjar vera teknar út fyrir sviga í gjaldskrám með umtalsverðar álögur miðað við annarsstaðar. Þarna höfðum við áður rödd við borðið og fulltrúa til að gæta okkar hagsmuna en höfum ekki lengur. Því hræða þessi spor sem nú er verið að taka.
Það verður að teljast sérstakt að þegar verið er að selja á eignir Eyglóar, fyrirtæki sem er að fullu í eigu bæjarfélagsins, að það hafi ekki verið gert í gegnum opið og gegnsætt ferli. Ferli þar sem áhugasamir aðilar hafa jafnan rétt á að bjóða í. Í Eyjum eru tæplega 2000 heimili og samkvæmt heimildum Eyjafrétta/Eyjar.net er búið að tengja ríflega helming þeirra. Hver tenging gefur Eygló rúmar þrjú þúsund krónur án VSK í kassann og voru árstekjur áætlaðar 60-70 milljónir á ári. Það má því búast við því að verkefnið muni skila fjárfestingunni hratt til baka en ljósleiðarinn á að endast í áratugi.
Samkvæmt heimildum sem undirritaður hefur undir höndum sýndi annað fyrirtæki áhuga á að taka þátt í viðræðum um kaup. Að fara í opið söluferli hefði auðveldlega getað hækkað verðmiðann á Eygló. En í staðinn var þetta gert í lokuðu og ógegnsæu ferli.
Þetta pukur vekur upp spurningar, sem hér með er beint til bæjarráðs og stjórnar Eyglóar. Spurningarnar eru þessar: Af hverju var ekki farið í opið söluferli? Er eitthvað í samningnum sem að fjallar um verðlagningu til neytenda?
Tryggvi Már Sæmundsson
Höfundur er ritstjóri Eyjafréttir.is/eyjar.net og einn af fjölmörgum eigendum Eygló ehf.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst