Af vettvangi bæjarmálanna
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi.

Af vettvangi skipulagsmála

Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja mörg ný svæði í einu eins og núverandi meirihluta vill gera. Það gæti t.d orðið til þess að einhver svæðanna yrðu hálfbyggð í lengri tíma sem liti að mínu mati ekki vel út.

Einkaaðilar hafa verið iðnir við uppbyggingu og lítur út fyrir að t.d Strandvegurinn muni taka miklum breytingum á næstu misserum. Framtak einkaaðila er nauðsynlegt og ekki síður samfélagslega mikilvægt.

Ég hef lagst gegn lagningu minnisvarða, eða listaverks, á Eldfellið með þeim hætti sem mér hefur verið kynnt. Sú afstaða hefur ekki breyst og það að Ólafur Elíasson sé heimsfrægur listamaður breytir ekki skoðun minni. Ég vona innilega að þetta verði til sóma en eins og ég hef sagt áður að á meðan ekki liggja fyrir nákvæmari upplýsingar er ég ekki til í að veðja á að þetta verði stöngin inn en ekki út.

Gervigras

Sem áhugamanneskja um fótbolta fagna ég lagningu gervigras á Hásteinsvöll. Ég viðurkenni að á síðasta heimaleik karlaliðsins horfði ég yfir völlinn og hugsaði að völlurinn væri nú helvíti fallegur en ég veit sem er að gervigras mun bæta aðstöðu knattspyrnunnar svo um munar, ekki einungis fyrir meistaraflokkana heldur einnig yngri iðkanda. Það er nauðsynlegt. Áætlað er að hefja framkvæmdir í desember og verklok áætluð í maí.

Fjárhagsáætlun

Gerð fjárhagsáætlunar er nú í fullum gangi og höfum við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, verið boðuð á fund í miðjum október þar sem fara á yfir þá vinnu sem àtt hefur sér stað við gerð fjárhagsáætlunar. Það er mikilvægt að sýna aðhald í rekstri og að gætt sé að fjármunum okkar allra, þeir eru ekki endalausir.

Mér þykir vænt um þegar bæjarbúar hafa skoðanir á málefnum sveitarfélagsins og myndi gjarnan vilja eiga virkara samtal við þà. Það er öllum frjálst að hafa samband og viðra skoðanir sínar á öllu mögulegu.

 

Margrét Rós Ingólfsdóttir
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.