Að þessu sinni þurftu Vestmannaeyingar ekki að hafa áhyggjur af þoku í kring um Þjóðhátíð. Ég tók eftir því að í dag kl. 15 var komin þoka á Stórhöfða, gamall kunningi sem nánast hefur ekki sést á þessum slóðum þetta sumarið. Við frekari eftirgrennslan var síðast þoka í Eyjum um miðjan daginn (kl 12 eða kl.15) fyrir rúmum mánuði eða 6. júlí og þar áður 11. júní.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst