FH-ingar höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í enda október en lokatölur urðu 29:26 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:12.
Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV vildi hvetja stuðningsmenn liðsins til að styðja við bakið á Eyjaliðinu sínu nú sem aldrei fyrr. “Ef við vinnum þennan leik komust við aftur upp í annað sætið og þá er þetta í raun og veru í okkar höndum. Mér sýnist að baráttan um annað sætið verði milli okkar, FH og Gróttu sem er líka með tólf stig eins og við. Hugsanlega gætu Selfyssingar blandað sér í þessa baráttu en þá verður allt að ganga upp hjá þeim. En við leikmennirnir, Eyjapeyjarnir, óskum eftir góðum stuðningi á morgun. �?að jafnast ekkert á við fullan sal af fólki,” sagði Sigurður að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst