Þriggja mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var lagt fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerð að lögð hafi verið fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 12,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 5,4% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Einnig voru lögð fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarsjóð. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 0,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 4,0% hærri en áætlunin sem skýrist m.a. af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá mánuði ársins er því lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst