Aldrei hafa skip útgerðarfélagsins Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum borið jafn mikinn afla að landi í einum mánuði og í aprílmánuði sl. Alls lönduðu Vestmannaey VE og Bergey VE 1.538 tonnum af fiski í mánuðinum en hvort skip var aðeins 17 daga á sjó. Fyrra aflamet skipa félagsins í einum mánuði var í mars 2009 en þá voru skipin reyndar þrjú að tölu. Aflaverðmæti skipanna hefur heldur aldrei verið meira en í aprílmánuði sl. en það reyndist vera 338 milljónir króna. Fyrra met aflaverðmætis eins mánaðar er frá maímánuði 2010.Segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.