Ég naut þeirra forréttinda að vera kosinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í rúm 20 ár. Ég átti þess kost með mörgu góðu fólki að taka þátt í að byggja upp og vinna að mörgum framfarmálum í Vestmannaeyjum. Stundum gekk þetta vel og menn unnu í sátt og samlyndi en einnig gerðist það að menn deildu um menn, málefni og leiðir í viðleitni sinni til að vinna fyrir bæjarfélagið. Stundum voru þessar deilur illvígar og stundum var full ástæða til þess að efast um að þær leiddu til heilla fyrir Vestmannaeyjar.