Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is
Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó spilað lítið á þessu tímabili vegna meiðsla.
Wawrzynkowska hefur verið meðal bestu markvarða Olísdeildarinnar frá því hún kom til ÍBV, en meiddist fyrir áramót. Í ljós kom að hún hafði rifu á krossbandi í hné, en ekki er útilokað að hún nái að spila einhverja leiki áður en tímabilinu lýkur.
Auk þeirra er líklegt að Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, leggi skóna á hilluna í lok tímabilsins.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst