Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest fyrri niðurstöðu dómstóls HSÍ í kærumáli ÍBV gegn Haukum. Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafði áður kveðið upp dóm í málinu vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki.
Í dómsorði á fyrra dómstigi sagði: Kærði, Knattspyrnufélagið Haukar ehf., telst hafa tapað leik við kæranda, ÍBV Íþróttafélag, sem fram fór í Powerade bikarkeppni karla, meistararflokki, þann 17. nóvember 2024, með markatölunni 0-10.
Það er því loksins orðið ljóst að það verður ÍBV sem mætir FH í Powerade bikarkeppni HSÍ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst