Mest lesna fréttin árið 2009 á Eyjafréttum var frétt um aftakaveður í Vestmannaeyjum. Að morgni föstudagsins 9. október gaus upp mikið rok í Eyjum þar sem meðal vindhraði á Stórhöfða var 43 metrar á sekúndu en talsvert meira í hviðum. Næst mest lesna fréttinn fjallaði svo um stolta Íslendinga í Brekkusöng á Þjóðhátíð en þessar tvær fréttir skáru sig nokkuð úr er varðar fjölda flettinga. Af tíu mest lesnu fréttum ársins, fjölluðu fimm um Þjóðhátíð en tíu mest lesnu fréttirnar á Eyjafréttum 2009 má sjá hér að neðan.