ÍBV og Valur mættust öðru sinni í þessari viku í Eyjum. Í dag var um deildarleik að ræða en á fimmtudaginn slógu þær rauðklæddu lið ÍBV úr bikarkeppninni. Íslands- og bikarmeistararnir héldu uppteknum hætti í dag og fóru leikar þannig að Valur vann með 10 mörkum, 32-22, en liðið náði öruggri forystu strax í fyrri hálfleik og leiddu í leikhlé 18-9.
Valur er á toppnum með 28 stig en liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. ÍBV eru áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig. Britney Cots var markahæst ÍBV með 7 mörk og Sunna Jónsdóttir skoraði 3.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst