Agnar Smári Jónsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy nú rétt í þessu.
Agnar Smári kom til ÍBV frá Val fyrir tímabilið í fyrra og vann með Eyjamönnum bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn.
Hjá Mors Thy hittir Agnar Smári tvo íslendinga þá Róbert Aron Hostert og Guðmund Árna en Agnar og Róbert spiluðu með ÍBV í fyrra.
Fimmeinn.is greindi frá