Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson, sem verið hefur í láni hjá ÍBV frá Val, verður áfram í herbúðum ÍBV næsta vetur. �?etta er kemur fram í Morgunblaðinu en þar segir að samningur milli ÍBV og Agnars sé svo að segja í höfn samkvæmt heimildum blaðsins og allar líkur á að hann verði áfram í Eyjum næsta vetur. Agnar Smári hefur spilað vel með ÍBV í vetur, skoraði 83 mörk í deildarkeppninni og var þriðji markahæsti leikmaður liðsins.