Íslandsmeistarar ÍBV mæta nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbæ í dag í Olísdeild karla í handbolta.  Eyjaliðið er nú í lokaundirbúningi fyrir leikinn en fyrr í dag var haldinn töflufundur, eins og yfirleitt er gert fyrir leiki.  Agnar Smári Jónsson, hægri skytta liðsins byrjaði fundinn með �??góðri�?? upphitun þegar hann tók lagið í hátalarakerfi salarins þar sem fundurinn fór fram.  Ekki verður lagður dómur á það hér hversu góður söngurinn var, betra að lesendur leggi mat á það sjálfir.  En vonandi kveikir söngur Agnars Smára upp eldmóðinn í lið ÍBV sem var langt frá sínu besta í síðasta leik.  Nýliðarnir hafa farið vel af stað, hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á meðan ÍBV hefur gert jafntefli og tapað.  Eyjamenn eiga ekki góðar minningar úr íþróttahúsinu í Mosfellsbæ enda tapaði liðið í 8-liða úrslitum bikarsins fyrir Aftureldingu á síðasta tímabili.  Leikur liðanna hefst klukkan 15:00.