Agnar Smári Jónsson, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV meiddist illa á hægri ökkla í leik liðsins gegn Aftureldingu á laugardag. Á mbl.is kemur fram að hann sé tognaður en ekki brotinn. �??�?g lét mynda ökklann og hann er sem betur fer ekki brotinn,�?? sagði Agnar Smári við Morgunblaðið í gær.
�??Læknirinn segir að um tognun sé að ræða á innanverðum ökklanum sem getur oft verið erfiðara að eiga við en tognanir að utanverðu,�?? sagði Agnar Smári og bætti við að ekkert væri annað að gera en taka bólgueyðandi lyf og vona það besta. Ekki er hægt að segja um það á þessari stundu hvort Agnar Smári verður með í leiknum fyrir norðan. �??�?essi meiðsli komu á slæmum tíma því ég fann mig afar vel í leiknum þegar ég varð fyrir þessu óhappi,�?? sagði Agnar Smári ennfremur.
�?á kemur einnig fram að annar leikmaður ÍBV, Einar Sverrisson hafi um stund misst sjón á vinstra auga í sama leik. Hann jafnaði sig og var kominn með sjónina á nýjan leik. Næsti leikur ÍBV er á fimmtudaginn, í Eyjum þegar HK kemur í heimsókn.