Áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa
28. febrúar, 2022

Bæjarstjórn ræddi stöðuna á Hraunbúðum og þá umræðu í samfélaginu sem verið hefur um heimilið á fundi sínum í síðustu viku. Þar sem fram hafa komið áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa, átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem rekur Hraunbúðir. Fundurinn var mjög gagnlegur. Rætt var um mikilvægi þess að upplýsa betur um það starf sem á sér stað á heimilinu, en jafnframt að auka upplýsingagjöf til allra hlutaðeigandi um hvað stendur til að bæta á Hraunbúðum, m.a. aðstöðuna og breytingar sem HSU er að gera á húsnæðinu með þarfir heimilisfólks í huga. Matsalurinn verður enn á sínum stað og hægt að nota hann fyrir stærri tilefni og sem viðhafnasal.

Byggja upp jákvæða ímynd
Á fundinum voru ræddar gagnkvæmar áhyggjur af umræðunni. Voru aðilar sammála um að byggja upp jákvæða ímynd af Hraunbúðum, sem yrði öllum til góðs; starfsfólki, heimilisfólki, aðstandendum heimilisfólks og bæjarbúum. Mikilvægt er að greina frá starfinu, því góða sem á sér stað á heimilinu, en jafnframt að bæta það sem betur má fara. Á fundinum komu fram gagnlegar upplýsingar, m.a. um að leigusamningur og greiðsla húsaleigu aftur í tímann væri lokið, aðilar þurfi báðir að grípa til framkvæmda á Hraunbúðum til þess að bæta aðstöðuna og að starfsfólk sé með í ráðum um skipulag húsnæðisins. Einnig kom fram mikilvægi þess að HSU upplýsi heimilisfólk og aðstandendur um það sem framundan er hverju sinni, m.a. varðandi húsnæði og starfsemina.

Koma á formlegum samráðsvettvangi
Í framhaldi af fundi bæjarráðs var ákveðið að leggja til, í samráði við hlutaðeigandi aðila, að koma á formlegum samráðsvettvangi milli HSU, Hollvinasamtaka Hraunbúða, fulltrúa aðstandenda heimilisfólks, Félags eldri borgara og Vestmannaeyjabæjar um málefni Hraunbúða. Tilnefndir verði fulltrúar af hálfu þessara aðila í samstarfshóp sem muni hittast reglulega og fara yfir málefni heimilisins. Með því verði tryggt að sem flestir sem hlut eiga að máli verði upplýstir. Jafnframt verði það vettvangur samvinnu og koma á framfæri ábendingum og upplýsingum, með hagsmuni heimilisfólks að leiðarljósi.

Dregið úr möguleikum sveitarfélagsins að hafa áhrif á þjónustu
Með fylgdi eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum D lista. “Í áraraðir hefur Vestmannaeyjabær greitt tugi milljóna á hverju ári með rekstri Hraunbúða til að tryggja þeim íbúum sem þar dvelja viðunandi þjónustu. Á þessu kjörtímabili var tekin ákvörðun um að segja Vestmannaeyjabæ frá rekstrinum og þar með dregið úr möguleikum sveitarfélagsins að hafa áhrif á þá þjónustu sem þessum hópi er veitt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu í ljós áhyggjur sínar vegna uppsagnar á samningnum og virðast þær áhyggjur raungerast ótrúlega fljótt.”

Hlaupast undan ábyrgð

Því var svarað með bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista. “Bæjarstjórn samþykkti uppsögn á samningi um rekstur hjúkrunarheimila á kjörtímabilinu, þar með taldir bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins. Það er afskaplega sérstakt að bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins vilji núna hlaupast undan ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Rekstur hjúkrunarheimila er nærþjónusta sem best væri rekin hjá sveitarfélögunum. Til þess þarf þó að fylgja fjármagn til rekstursins.”

Því var svarað með annari bókun frá bæjarfulltrúum D lista. “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki að hlaupast undan ábyrgð en benda á að áhyggjur þeirra hafi raungerst.”

Miðla upplýsingum með hagsmuni heimilisfólks að leiðarljósi
Að endingu var lögð fram sameiginleg tillaga bæjarstjórnar. “Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að stofnaður verið formlegur samráðsvettvangur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hollvinasamtaka Hraunbúða, fulltrúa aðstandenda heimilisfólks, Félags eldri borgara og Vestmannaeyjabæjar um málefni Hraunbúða. Samstarfshópurinn hittist reglulega og fari yfir málefni Hraunbúða. Óskað verði eftir tilnefningum um aðal- og varamenn frá þessum aðilum. Samráðsvettvangurinn er til þess að tryggja að sem flestir sem hlut eiga að máli verði upplýstir, vinna saman og koma á framfæri ábendingum og upplýsingum með hagsmuni heimilisfólks að leiðarljósi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands tilnefni tvo aðalfulltrúa og tvo til vara, aðrir tilnefni einn aðalfulltrúa og einn til vara.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst