Aldrei fleiri í brekkunni á föstudagskvöldi
2. ágúst, 2014
Aldrei áður hafa jafn margir verið í brekkunni á föstudagskvöldi þjóðhátíðar og í ár. Líklega hafa á milli 10 og 12 þúsund manns verið í brekkunni í gærikvöldi og stanslaust streymdi fólk í Dalinn í allt gærkvöld. Gestir þjóðhátíðar tóku vel undir með Jóni Jónssyni þegar hann frumflutti lagið og enn betur þegar hann flutti lagið aftur rúmlega 11 í gærkvöldi, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi. �??�?etta var ógeðslega gaman. Meira að segja núna, þegar klukkan er orðin 11, þá er Dalurinn orðinn ennþá heitari og fáránlegt þegar allir eru að syngja svona með. �?g er sjálfur búinn að vera í brekkunni og fólk hefur verið að klappa mér á bakið. �?g er á bleiku skýi akkúrat núna og maður á bara að njóta þess,�?? sagði Jón í stuttu samtali við blaðamann en viðtali í heild má sjá í lok myndbandsins.
Um miðnætti var brennan svo tendruð á Fjósakletti og sem fyrr kveiktu neistar brennuna neista í hjörtum þjóðhátíðargesta og ástin blómstraði í brekkunni.
Hörður Orri Grettisson í þjóðhátíðarnefnd tekur undir að brekkan hafi verið mun fjölmennari nú og bætti við að búið væri að útdeila 2000 fleiri armböndum en á sama tíma í fyrra. Hann sagði jafnframt að langflestir þjóðhátíðargestir hafi verið til fyrirmyndar í gær.
Jóhannes �?lafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum sagði að dálítill erill hefði verið hjá lögreglu í Dalnum en að þjóðhátíðargestir hafi verið til fyrirmyndar fyrir utan þessa örfáu sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. �?að sem af er hátíðinni hafa komið upp 26 fíkniefnamál, sem sýnir öfluga gæslu í Eyjum þessa helgi. Jóhannes sagði hins vegar langflesta vera til fyrirmyndar í Dalnum. �??�?g talaði líka stuttlega við skipstjóra Herjólfs og sagði að farþegar skipsins væru til mikilar fyrirmyndar,” sagði Jóhannes.
Síðustu tónleikar Quarashi í kvöld
Dagskrá �?jóðhátíðar heldur svo áfram í dag, laugardag og hefst með barnadagskrá klukkan 15:00. Klukkan 20:30 hefst svo kvöldvaka með Skonrokk, Skítamóral, Mammút, Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar, The Mighty Gareth og John Grant. Um miðnætti verður svo flottasta flugeldasýning ársins en eftir hana er komið að Quarashi en Sölvi Blöndal, liðsmaður sveitarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir að 99,9% líkur væru á að þetta væri í síðasta sinn sem sveitin kæmi fram. Eftir tónleika Quarashi tekur við dansleikur á báðum sviðum, með Skonrokk og Skítamóral á stóra sviðinu og Brimnes á litla sviðinu.
Síðar í dag verða sett inn fleiri myndbönd og myndir frá kvöldinu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst