�?annig hefur hafnarsvæðið nánast verið undirlagt frystigámum undanfarna daga en í gær voru 199 frystigámar í gangi með tilheyrandi rafmagnsnotkun og hafa þeir aldrei verið fleiri í gangi í einu. Í hverjum gámi eru um 24 tonn af loðnuafurðum og því biðu á bryggjunni 4776 tonn af loðnu.
Steingrímur Svavarsson, rafvirki hjá Geisla hefur haft yfirumsjón með frystigámum Eimskips og Samskips en hann sagði í samtali við www.sudurland.is að nánast allt pláss hafi verið nýtt sem hægt væri. “�?g fór að skoða þetta í gær og mér sýndist vera hægt að troða 10 til 15 gámum á svæðið í Friðarhöfn. Við vorum farnir að skoða það að fara með gáma á svæðið vestan við Heimaklett en þetta hefur sloppið til þessa,” sagði Steingrímur en hann hefur nánast verið á sólarhringsvakt síðustu daga enda mikilvægt að gámarnir detti ekki út.
Hann segir alla samstíga í að bjarga verðmætum og því sé hálfgert vertíðarstemmning hjá honum eins og í frystihúsunum. “�?að eru allir að bjarga verðmætum og það leggjast allir á eitt í þessu, hafnarstarfsmenn, starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja, rafvirkjar og allir sem koma að þessu.”
Í dag og á næstu klukkustundum mun eitthvað fækka gámunum á hafnarsvæðunum enda eru gámaskip nú í Eyjum við uppskipun. Steingrímur segir hins vegar fljótt að bætast við á ný. “Frystigeta Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar er um 600 tonn á sólarhring. Við þetta bætast svo við vinnsluskipin þannig að frystigetan í Eyjum er í kringum 1000 tonn á sólarhring. En eins og ég segi þá erum við bara að bjarga verðmætum og þegar svo er leggjast allir á eitt.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst