Algjörlega óskiljanlegt fyrirkomulag

Bæjarstjóri greindi á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku frá þeirri stöðu sem upp er komin við brjóstaskimanir í Vestmannaeyjum. Þegar Krabbameinsfélagið annaðist brjóstaskimanir fóru slíkar skimanir fram í Vestmannaeyjum með reglulegu millibili. Eftir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana tók við keflinu var ákveðið að ekki verði boðið upp á brjóstaskimanir í Vestmannaeyjum í haust og vetur. Þess í stað eru allar konur boðaðar í brjóstaskimun upp á land, með tilheyrandi raski og óhagræði fyrir konur í Vestmannaeyjum.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar kemur fram að á annað hundrað konur úr Vestmannaeyjum hafa verið boðaðar í brjóstamyndatöku/skimun á höfuðborgarsvæðið. Þessi þjónusta var í boði í Eyjum með reglulegu millibili þegar Krabbameinsfélagið sinnti þjónustunni. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana stefnir á að koma til Eyja á næsta ári, það dugar ekki til. Ferðalagið, vinnutapið og kostnaðurinn sem hlýst af þessu gerir þetta fyrirkomulag algjörlega óskiljanlegt. Það sama gildir um sónarþjónustu við óléttar konur.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.