„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið um borð í bátnum. „Túrinn hefur bara gengið vel þeir eru komnir með einhver 330 kör sem þeir náðu í austur á Öræfagrunni. Þeir verða í landi í fyrramálið og þá fara allir í skimun. Þá er komin vika frá því mannskapurinn var síðasta í samskiptum við þann sem greindist. Annars er andinn um borð bara nokkuð góður. Báturinn var allur sótthreinsaður í bak og fyrir þegar þetta kom upp og svo hafa menn sinnt smitvörnum eftir leiðbeiningum síðan þá.“ Aðspurður sagði Gylfi að sá sem hafi greinst jákvæður hafi ekki verið alvarlega veikur þegar þeir ræddu síðast saman.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.