Gengið verður til alþingiskosninga á laugardaginn 30. nóvember. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum hófst þann 7. nóvember sl. Í morgun höfðu 198 kosið utan kjörfundar í Vestmannaeyjum.
„Ég er ekki með samanburðartölur frá kosningunum 2021 en þá kusu í heildina 565 utan kjörfundar. Inni í þeirri tölu eru atkvæði greidd á Sjúkrahúsinu og Hraunbúðum,“ sagði Sæunn Magnúsdóttir, fulltrúi sýslumanns í Vestmannaeyjum. „Þar verður kosið á fimmtudag og föstudag og á eftir að breyta myndinni.“
Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 3113, 1614 karlar, 1498 konun og eitt hlutlaust kyn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst