Allt á áætlun hjá Herjólfi
Ljós­mynd/​Crist

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs í gær til að kynna stöðu einstakra viðfangsefna félagsins.

1. Áætlanir rekstrarfélagsins eru í samræmi við framvindu verkefnisins og ganga vel. Seinkun er á að nýja ferjan fari í „sea trial“ en nú er gert ráð fyrir að af því verði innan næstu tveggja vikna.

2. Á þessum tíma er ekkert sem komið hefur upp sem gefur tilefni til að ætla að ferjan verði ekki tilbún til rekstrar á tilsettum tíma þ.e. 30. mars n.k.

3. Allur undirbúningur sem miðar að því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. verði í stakk búið til að taka við rekstri þann 30. mars n.k. gengur samkvæmt áætlun.

4. Er verið að ljúka ráðningum og ganga frá ráðningasamningum og gert er ráð fyrir að því verði öllu lokið fyrir miðjan mánuðinn. Hluti starfsmanna hafa verið sendir á tilheyrandi námskeið og í þjálfun bæði hérlendis og erlendis.

5. Vinna við heimasíðu og bókunarkerfi gengur samkvæmt áætlun.

6. Nú líður að því að smíði nýju ferjunnar ljúki í Póllandi og hún sigli heim, því þarf að huga að og skipuleggja móttöku vegna komu hennar til Eyja.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir nýgerðum drögum að viðauka við þjónustusamning Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um framlengingu fyrri samnings og þurrlegu gamla Herjólfs, segir í bókun ráðsins.

Nýjustu fréttir

Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.